Skíðaferð til Parra
Við fjölskyldan fórum á skíði til Parra, sem er um 100 km sunnan við Vasa, á sunnudaginn. Færið var frábært og ágætar brekkur. Vorum allan daginn í hita um frostmark. Grilluðum pylsur í einu grillhúsinu á staðnum, rendum okkur í brekkunum. Anna byrjaði í barnanbrekkunni og æfði mömmu sína þar (eins og hún heldur sjálf). Eftir nokkrar ferðir var hún viðþolslaus að komast í stóra brekku. Hún var orðin alveg nógu góð að hennar sögn. Hún er nefnilega alveg viss um að ef pabbi getur, þá getur hún líka. Ef Adam fær, verður hún að fá líka. Adam er fæddur á skíði... hann hefur ótrúlega gott jafnvægi og þar af leiðandi fljótur að ná undirstöðu í íþróttum. Þegar hann verður eldri er bara að vona að hann velji eina íþrótt og fylgi henni. Það vantar svolítið keppnisskapið í Adam en hann vill prófa allt og allt leikur í höndunum á honum. Anna er aftur á móti alltaf að keppa að því að geta jafnmikið og sá sem best getur. Þangað vill hún.
Þau eru frábærir gleðigjafar og gera hálfraraldar gamlann kallinn að unglambi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim