Grænt næsta ár.
Fór á fund í gær með Seiju Metsärinne leikhússtjóra Wasa teater. Þar var ákveðið að ég setti upp "Grænalandið" eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði (Studio scenen) leikhússins næsta vetur. Áætlað er eð byrja strax eftir jól að æfa og frumsýna eftir miðjan febrúar. Ég gerði eina kröfu, sem var að Borgar Garðarsson léki kallinn Kára. Það eru þrír leikarar í sýningunni. En ljósin spila stórt hlutverk. Ég fór framá að Ilkka Paloniemi sem hannaði lýsinguna fyrir Ofviðrið í fyrra, kæmi og ynni með mér þessa sýningu. Leikhússtjórinn gaf grænt á það.
Í þjóðleikhúsinu voru það Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Björn Thors sem fór með hlutverkin í ógleymanlegri sýningu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim