Stefán Sturla Sigurjónsson

23 janúar 2009

Heilabrot

Ingibjörg og Geir stóðu og klóruðu sér í hausnum fyrir framan flaggstöng þegar barn kom að þeim. Það spurði á hvað þau væru að glápa. Aaaaa, við þurfum að finna hæðina á stönginni en við erum ekki með neinn stiga. Nú bara það, heyrðist frá barninu, sem hljóp til pabba síns og fékk lánaðan skiptilykil, losaði stöngina, lagði hana niður, tók síðan málband og mældi stöngina: 5 metrar og 65 sentimetrar, síðan hélt barnið áfram að leika sér. Eftir stóðu formenn stjórnarflokkanna skellihlægjandi: Er þetta ekki dæmigert fyrir börn, okkur vantaði hæðina en það sagði okkur lengdina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim