Stefán Sturla Sigurjónsson

23 janúar 2009

Veik ríkisstjórn.

Báðir formennirnir, Ingibjörg og Geir fárveik. Segi bara, það hlaut að vera. Engin illgirni eða neitt bara staðreynd. Það sem fær mest á mann er að hvorugt þeirra geta leitað lækninga á Íslandi við meinum sínum. Enda hafa þau stuðlað að svo slæmri heylsugæslu að þau teysta ekki sjúkrahúsunum á Íslandi fyrir að lækna sig. Jón og Gunna á götunni verða hins vegar að sætta sig við það sem býðst heima fyrir. En aftur að veikindum þeirra hjúa. Bæði vita af veikindum hvors annars en vilja ekki óþarfa vesen. Þannig eru hagsmunir þeirra meiri en hagsmunir þjóðarinnar. Nú er mest ástæðan fyrir þau að fara frá... STRAX og svo kosningar í maí. Rúmir þrír mánuðir er langur tími í ástandi eins og það er núna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim