Stefán Sturla Sigurjónsson

08 ágúst 2011

Tíminn flýgur :)

Alltof langt síðan ég setti innlegg á þennan reikning :)
Allt gott að frétta. Fórum til Íslands í lok júni. Það gekk eins og maður gerði ráð fyrir... Þurftum að byrja á því að bíða í tvo daga í Helsinki vegna yfirvinnubanns flugmanna Icelandair. Þannig að ég fór beint norður í Skagafjörð á landsmót hestamanna. Stoppaði þar í tvo daga og svo suður í Borgarfjörð á ættarmót. Þaðan beint austur á Höfn til Söndru, þar var loksins slappað af í tvodaga á indislegu heimili stóru stelpunnar minnar. Við forldrarnir vorum svo send heim á föstudagskvöldi. Hafði orð á því við Petru þegar við keyrðum yfir Múlakvísl um klukkan 21 að það væri mikið í henni. En að mér grunaði að brúin færi nokkrum tímum seinna... nei. Þannig að börnin okkar sem ætlðu að koma daginn eftir voru föst á Höfn til mánudags, en þá komu þau með flugi. Þau nutu hinsvega þess að vera öll saman fjögur EIN í fyrsta skipti.
Heimsóknir urðu miklu færri (eins og venjulega) en við vorum búin að áætla. Vona að allir okkar góðu vinir fyrirgefi okkur það :)
Sumarið búið að vera langt og heitt... sem er æðislegt eftir alltof langan og kaldan vetur.
Er núna að undirbúa að opna litla huggulega búð sem verður með íslenska vörur á boðstólnum. Ætla að vera með talsvert vöruúrval til að byrja með og sjá hvað er að seljast. Kaupi sem minnst inn, legg upp með umboðssölu. Hver vill vera með?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim