Ertu að leita að vinnu?
Að vera í Noregi og þjálfa bestu kynbótahesta Noregs eru forréttindi. Skrítið að það skuli ekki vera biðlisti hjá Kringeland af þeim sem vilja aðeins vinna við að þjálfa og temja það besta. Hér hjá Kringeland, rétt við sænskulandamærin fyrir austan Osló, vantar góðan tamningamann og þjálfara næsta haust. Kemur vel til greina að ráða par. Góð aðstaða, frábær hross og vinnuveitandi eins og maður vill hafa hann, lipur og skemmtilegur. Stutt til allra höfuðborga í skandinavíu og frábær skíðalönd í næsta nágrenni. Ef þú veist um einhvern, láttu hann/þau/hana þá endilega hafa samband við mig eða hringja í Inge Kringeland +47 97560001
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim