Stefán Sturla Sigurjónsson

12 ágúst 2011

Mmmmm næs!

Í gær var dagur menningarinnar hér í Vasa. Menninganótt kalla þeir fyrirbærið á Íslandi. Þar eyða þeir miklum peningum í flugelda"sýningu"... sem allir bíða eftir :( Og bærinn iðar allur af uppákomum og eftirvæntingu... hvernig verður flugeldasýningin í ár?
Hér í Vasa upplifði maður menninguna í ró og góðu veðri. Gengum á milli safna, hlustuðum á skemmtilega tónlist, kíktum í leikhús til að sjá hvað þar verður í boði í haust. Síðan skolar ég þessu öllu saman niðu með vænum slurk af bjór á góðum pöb. Kvöldinu lauk svo með sýningu himnaguðanna, þar sem himnafestingin logði öllu í rauðgullinni ljósadýrð, við sólsetrið. Mmmmm næs!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim