Stefán Sturla Sigurjónsson

21 september 2010

Þjófstolið gerði... er það hægt?

Ég er byrjaður að gera gerði hér í búgarðinum. Stærðin er 60 x 30 metrar. Fínt til að þjálfa í og vera með reiðnámskeið. Ég er búinn að pæla lengi í hvar og hvernig ég ætti að staðsetja gerðið. Það er búið að ferðast um allan hektarann og snúast í ótal hringi. Nú er ég samt búinn að ákveða hvar og hvernig það á að vera. Hér í nágrenninu var svo verið að skipta um rafmagnsstaura, sem eru besta efnið í hornstaura. Ég fór náttúrulega til kallanna og spurði hvað ætti að gera við gömlu staurana.
Henda þeim, var svarið.
Hurðu... sagði þá ég... væri ekki hægt að kaupa nokkra staura?
Nei var svarið...
En get ég þá fengið þá gefins... spurði ég aftur.
Nei var aftur svarið.
Sjitt maður. Svo röbbuðum við eitthvað um Ask sem var með mér. Þegar ég ætlaði að kveðja sagði kallinn, Það er enginn að vinna á kvöldin, þannig að þá geta staurarnir horfið. Við megum ekki selja þá eða gefa, en erum fegnir ef þeir hverfa... það er svo dýrt að eyða þeim vegna náttúrumengandi efna sem eru notuð til að fúaverja þá, sagði sem sagt kallinn.
En þessir staurar eru búnir að vera í jörðinni í 15, 20 ár svo þeir eru löngu hættir að menga þessi brot úr grömmum sem sagt er að falli frá þeim. Svo nú er ég að grafa eins metirs djúpar holur fyrir hornstaura og hlið. Ég er búinn að saga niður staurana í 2,50 metra langa staura. Þannig að þetta eru þjófstolnir staurar sem ég er að grafa í jörðina með leifi... eða þannig.

1 Ummæli:

  • Þann 3:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Hahahah Finnar og Evrópusambandsreglurnar þeirra :)
    knús þín Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim